Mál 29 2022
Kröfu varnaraðila, B lögmanns, um að málinu verði vísað frá nefndinni, er hafnað.
Áskilið endurgjald varnaraðila, B lögmanns, vegna starfa í þágu sóknaraðila, A, sbr. reikning nr. 98-22 frá 29. ágúst 2022 að fjárhæð 70.649 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti, felur í sér hæfilegt endurgjald.
Varnaraðili, B, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut sóknaraðila, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna. Málskostnaður fellur niður.